Fer frá Austurríki hlaðinn verðlaunum

Viggó Kristjánsson.
Viggó Kristjánsson. Ljósmynd/Handball-westwien.atLjósmynd/Handball-westwien.at

Handknattleiksmaðurinn Viggó Kristjánsson fékk tvennskonar viðurkenningu við lok keppnistímabilsins í Austurríki en hann lék einstaklega vel með West Wien á leiktíðinni sem er nýlokið.

Í árlegu vali  sem forsvarsmenn austurrísku úrvalsdeildarinnar stóðu fyrir varð Viggó valinn í úrvalslið ársins auk þess að vera valinn besti erlendi leikmaður deildarinnar á keppnistíðinni.  Niðurstaða valsins var kynnt fyrr í dag.

Viggó kveður þar með Austurríki eftir tvö keppnistímabil með West Wien hlaðinn verðlaunum. Hann flytur nú yfir landamærin til Þýskalands og leikur með Leipzig í 1.deildinni á næsta keppnistímabili. 

mbl.is