Íslendingatríó er danskur meistari

Leikmenn Aalborg fagna meistaratitlinum.
Leikmenn Aalborg fagna meistaratitlinum. Ljósmynd/Aalborg

Arnór Atlason og Janus Daði Smárason fögnuðu danska meistaratitlinum í handknattleik karla í annað sinn á þremur árum með liði sínu Aalborg Håndbold á sunnudaginn þegar Álaborgarliðð vann GOG, 38:32, í oddaleik sem fram fór í Jutlander Bank Arena í Álaborg að viðstöddum 5.000 áhorfendum. Uppselt var á leikinn og það á mettíma.

Ómar Ingi Magnússon er þriðji Íslendingurinn hjá Alaborg. Hann gat ekki tekið þátt í oddaleiknum frekar en tveimur fyrstu leikjum Aalborg og GOG. Ómar Ingi hafði ekki jafnað sig af heilahrisstingi sem hann varð fyrir í undanúrslitaleik við Bjerringbro/Silkeborg í undanúrslitum hinn 26. maí.

Ómar Ingi lék frábærlega með Aalborg á leiktíðinni og var m.a. valinn í lið keppnistímabilsins í Danmörku. Hann var markahæsti leikmaður liðsins með 169 mörk. Þess utan varð Ómar Ingi stoðsendingakóngur dönsku úrvalsdeildarinnar með 140 sendingar. Ómar Ingi fylgdist með úrslitaleiknum á sunnudaginn frá hliðarlínunni.

Janus Daði fór á kostum í úrslitaleiknum á sunnudaginn og skoraði m.a. níu sinnum. Janus Daði blómstraði með liðinu í úrslitakeppninni.

Óðinn Þór Ríkharðsson stóð sig einnig afar vel í liði GOG og skoraði tíu af 32 mörkum liðsins í leiknum.

Árangurinn á keppnistímabilinu fer í sögubækur Aalborg Håndbold. Ekki aðeins vegna þess að liðið var meistari heldur helst sökum þess að liðið varð í fyrsta sinn tvöfaldur meistari en fyrr á árinu vann liðið bikarkeppnina.

Sjá alla greinina á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »