Nýr þjálfari hjá nýkrýndum Evrópumeisturum

Leikmenn Vardar fagna sigri í Meistaradeildinni.
Leikmenn Vardar fagna sigri í Meistaradeildinni. AFP

Var­d­ar frá Skopje í Makedón­íu, sem á dögunum hampaði Evrópumeistaratitlinum í handknattleik, hefur ráðið nýjan þjálfara.

Spánverjinn David Pisonero hefur verið ráðinn þjálfari Evrópumeistaranna til næstu tveggja ára en hann kemur til liðsins frá spænska liðinu Valladolid.

Pisonero leysir af hólmi landa sinn, Roberto Carcia Parrondo, sem hefur verið ráðinn þjálfari egypska karlalandsliðsins.

mbl.is