Teitur stendur vaktina í fjarveru Ómars

Það mun mikið mæða á Teiti Erni Einarssyni.
Það mun mikið mæða á Teiti Erni Einarssyni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ómar Ingi Magnússon gat ekki gefið kost á sér í íslenska landsliðið í handknattleik karla sem hélt til Grikklands í gær en það mætir landsliði Grikkja í undankeppni Evrópumótsins annað kvöld í bænum Kozani.

Guðmundur Þórður Guðmundsson valdi ekki aðra örvhenta skyttu í liðið í stað Ómars og þess vegna mun mikið mæða á Teiti Erni Einarssyni, leikmanni Kristiansand, í leiknum í Grikklandi.

Leikmennirnir 16 sem fór til Grikklands er: Ágúst Elí Björgvinsson og Viktor Gísli Hallgrímssonar, markverðir. Bjarki Már Elísson, Guðjón Valur Sigurðsson, Aron Pálmarsson, Ólafur Andrés Guðmundsson, Haukur Þrastarson, Elvar Örn Jónsson, Janus Daði Smárason, Teitur Örn Einarsson, Arnór Þór Gunnarsson, Sigvaldi Björn Guðjónsson, Arnar Freyr Arnarsson, Ýmir Örn Gíslason, Daníel Þór Ingason og Ólafur Gústafsson.

Ísland vann fyrri leikinn við Grikki sem fram fór í Laugardalshöll með 14 marka mun, 35:21. Grikkir hafa tvö stig í riðlinum eftir fjóra leiki en íslenska liðið hefur fimm stig eins og Norður-Makedóníu. Tyrkir eru með fjögur stig.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert