Lettar á EM í fyrsta sinn

Dainis Kristopans skoraði 13 mörk fyrir Letta í dag.
Dainis Kristopans skoraði 13 mörk fyrir Letta í dag. AFP

Lettland tryggði sér sæti á lokamóti EM 2020 í handknattleik í fyrsta sinn í sögu þjóðarinnar eftir dramatískan 25:24-sigur gegn Slóveníu í Lettlandi í dag. Dainis Kristopans fór á kostum í liði Letta og skoraði 13 mörk en hann er leikmaður Vardar í Ungverjalandi. Lettland og Slóvenía eru bæði með 8 stig í 4. riðli og fara því bæði á EM í Austurríki, Noregi og Svíþjóð.

Þá tryggðu heimsmeistarar Dana sér sæti í lokakeppninni með 33:30-sigri á Úkraínu í Kiev í 8. riðlinum en Danir eru í efsta sæti með 8 stig á meðan Úkraína er í öðru sætinu með 6 stig. Svartfjallaland á ennþá möguleika á því að komast á EM en liðið er í þriðja sæti riðilsins með 3 stig eftir 4 leiki á meðan Danmörk og Úkraína hafa leikið fjóra leiki.

Þá tryggðu Tékkland og Ungverjaland  sér sæti á EM en Tékkar unnu 26:24-sigur gegn Finnum í Finnlandi og er liðið með 8 stig í efsta sæti 5. riðils þegar ein umferð er eftir af undankeppninni. Ungverjaland vann eins marks sigur gegn Slóvakíu í Sl+ovakíu, 21:20 og er með 9 stig í efsta sæti 7. riðils eftir fimm leiki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert