Norður-Makedónía marði Tyrkland

Norður-Makedónía tryggði sér sæti á lokakeppni EM í dag.
Norður-Makedónía tryggði sér sæti á lokakeppni EM í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Norður-Makedónía tryggði sér sæti í lokakeppni EM 2020 í handknattleik í dag eftir 26:25-sigur gegn Tyrklandi í Eskisehir í Tyrklandi í dag. Mikið jafnfræði var með liðunum í leiknum en staðan í hálfleik var 13:11, Tyrkjum í vil.

Þegar fimm mínútur voru til leiksloka var staðan jöfn, 23:23, og skiptust liðin á að leiða. Þegar tvær mínútur voru til leiksloka komst Norður-Makedónía yfir, 26:25, og Tyrkjum tókst ekki að jafna metin og Norður-Makedónía fagnaði eins marks sigri.

Norður-Makedónía er í efsta sæti 3. riðils með 7 stig eftir fyrstu fimm umferðirnar en Tyrkland er í þriðja sætinu með fjögur stig. Ísland er með fimm stig í öðru sæti riðilsins en Ísland getur jafnað Norður-Makedóníu að stigum í dag með sigri gegn Grikklandi.

mbl.is