Alfreð hefur unnið allt sem hægt er að vinna

Niklas Landin markvörður Kiel og danska landsliðsins.
Niklas Landin markvörður Kiel og danska landsliðsins. AFP

Danski heims- og ólympíumeistarinn, Niklas Landin, ver mark THW Kiel. Morgunblaðið spurði hann út í Alfreð Gíslason nú þegar Alfreð lætur af störfum hjá félaginu.

„Maður veit varla hvað skal segja því hann hefur unnið allt sem hægt er að vinna með Kiel. Alfreð er bæði frábær þjálfari og einnig frábær persóna. Hann hefur unnið ótrúlegt starf hérna síðustu ellefu árin og er eins konar föðurímynd fyrir marga hjá félaginu,“ sagði Landin að loknum síðasta leik tímabilsins gegn Hannover Burgdorf.

„Það er kannski erfiðara fyrir markvörð en útispilara að lýsa honum sem þjálfara. Hann er magnaður þegar kemur að undirbúningi liðsins fyrir leiki. Hann leggur sig sjálfur ávallt 100% fram og nær að hvetja leikmenn eins og hver einasti leikur sé þeirra síðasti á þeirra ferli,“ sagði Landin.

Sjá allt viðtalið við Landin á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert