Kóngurinn í þýska handboltaheiminum

Gísli Þorgeir Kristjánsson
Gísli Þorgeir Kristjánsson Ljósmynd/Kiel

Gísli Þorgeir Kristjánsson var að ljúka sínu fyrsta tímabili hjá THW Kiel en verður án samlanda síns, Alfreðs Gíslasonar, á næsta keppnistímabili.

„Þegar ég var í handboltanum í yngri flokkum FH þá tengdi maður Alfreð alltaf bara við THW Kiel. Ég bara þekki ekkert annað og því verður skrítið að sjá á eftir honum. Mér fannst einnig skrítið þegar Aron Pálmarsson fór frá Kiel á sínum tíma því hann hafði verið þar frá því ég var gutti. En Alfreð var áfram en það er skrítið að hugsa til þess að hann sé að fara. Mér líst hins vegar vel á Filip Jicka [sem tekur við liðinu af Alfreð] og hlakka til að vinna með honum á næsta keppnistímabili,“ sagði Gísli þegar Morgunblaðið spjallaði við hann í Kiel.

Telur Gísli að Íslendingar geri sér almennt grein fyrir því hversu mikillar virðingar Alfreð nýtur í Kiel? „Nei, en ég áttaði mig heldur ekki almennilega á því sjálfur. Hann er kóngurinn hérna. Ekki bara í Kiel heldur er hann kóngurinn í handboltaheiminum í Þýskalandi,“ sagði Gísli.

Sjá alla greinina á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »