„Manni er bara nóg boðið“

Íslenska landsliðið varð að sætta sig við jafntefli gegn Grikkjum …
Íslenska landsliðið varð að sætta sig við jafntefli gegn Grikkjum í gær. AFP

Logi Geirsson, fyrrverandi leikmaður íslenska landsliðsins í handknattleik, var ekki sáttur við frammistöðu landsliðsins í leiknum gegn Grikkjum í undankeppni EM í Grikklandi í gær þar sem jafntefli varð niðurstaðan.

„Manni er bara nóg boðið. Þetta var bara of mikið af rugli. Þetta er ekki boðleg frammistaða. Þetta var hreinasta hörmung frá A til Ö, hreint út sagt.

Við vorum fyrirsjáanlegir sóknarlega, allt inn á miðjuna, við tökum engin leikhlé, leikurinn er bara að fjara frá okkur. Það var ekkert plan B. Það var bara plan A. Það var hryllingur að horfa á þetta,“ sagði Logi á RÚV eftir leikinn.

Allt viðtalið við Loga má sjá hér

mbl.is