Örlögin enn í eigin höndum (myndskeið)

Arnór Þór Gunnarsson bjargaði stigi fyrir íslenska landsliðið í Grikklandi …
Arnór Þór Gunnarsson bjargaði stigi fyrir íslenska landsliðið í Grikklandi í gær. AFP

Íslenska karlalandsliðið í handknattleik var langt frá því að sýna hvað það getur þegar liðið heimsótti Grikkland í undankeppni Evrópumótsins í Kozani í norðurhluta landsins í gærkvöldi.

Strákarnir voru stálheppnir að bjarga jafntefli, 28:28, eftir að hafa skorað tvö mörk á síðustu 30 sekúndunum og geta sannarlega sjálfum sér um kennt hvernig fór.

Ísland var 15:12 yfir í hálfleik, en þá var ljóst að sigur myndi tryggja liðinu sæti á EM. Menn gætu hafa fundið það á sér, en liðið spilaði hreint afleitlega í síðari hálfleik. Varnarleikurinn var tilbreytingalítill, hugmyndaleysið í sóknarleiknum var algjört og erfitt er að koma sómasamlegum orðum að færanýtingunni. Hún var hrein hörmung. Hvert dauðafærið á fætur öðru, sérstaklega á línunni og tvö víti þar að auki, fóru í súginn þar sem ekkert gekk upp. Það er vert að rifja upp að Ísland vann fyrri leik liðanna hér á landi með 14 marka mun í október.

„Þetta var kaflaskiptur leikur, við spiluðum vel í fyrri hálfleik og það hefði verið óskastaða að vera fimm mörkum yfir í hálfleik, sem mér fannst innistæða fyrir. Seinni hálfleikurinn byrjaði illa og svo þróast hann þannig að við klúðrum allt of mörgum dauðafærum og það gengur ekki á útivelli,“ sagði landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson við Morgunblaðið og sagði tilfinningar sínar blendnar eftir leikinn.

Sjá alla greinina á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag

 

 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »