Opna þurfti Gísla til að greina meiðslin í öxlinni

Gísli Þorgeir Kristjánsson í römmum slag með landsliðinu í leik …
Gísli Þorgeir Kristjánsson í römmum slag með landsliðinu í leik gegn Frökkum. AFP

Gísli Þorgeir Kristjánsson, landsliðsmaður í handknattleik hjá THW Kiel, er bjartsýnn á að hann verði jafngóður og áður í öxlinni.

Gísli hefur glímt við meiðsli í öxlinni meira eða minna í rúmlega ár eða frá því að brotið var á honum í úrslitaleik ÍBV og FH á Íslandsmótinu í fyrra. Um tíma var ekki vitað hvers eðlis meiðslin væru en þegar Gísli fór í aðgerð sáu læknarnir að skaðinn var meiri en þeir höfðu talið. Eftir góða meðhöndlun og mikla vinnu í endurhæfingu segist Gísli nú vera farinn að sjá til lands.

„Ég er mjög bjartsýnn. Auðvitað hefur þetta verið erfitt ferli. Frá atvikinu í Eyjum, í gegnum tímabil þar sem ég gat ekki skotið á markið og yfir í endurhæfinguna. Eftir erfiðleikana kemur eitthvað jákvætt og það kemur í ljós núna. Ég hef lagt mikið á mig til þess að koma öxlinni í fyrra horf og er mjög spenntur fyrir næsta tímabili. Þá gefst til dæmis tækifæri til að spila í Meistaradeildinni,“ sagði Gísli í samtali á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert