Spánverjar stóðu uppi sem sigurvegarar

Jorge Maqueda skoraði sjö mörk.
Jorge Maqueda skoraði sjö mörk. AFP

Spánverjar tryggðu sér gullverðlaun í EHF-bikar karla í handbolta með 31:30-sigri á Norðmönnum í Bodø í hreinum úrslitaleik um sigur á mótinu í dag. 

Spánverjar eru ríkjandi Evrópumeistarar og leika á mótinu ásamt gestgjöfunum í lokakeppni EM á næsta ári; Noregi, Austurríki og Svíþjóð. 

Bæði lið voru með átta stig fyrir leikinn og búin að tryggja sér efstu tvö sætin. Jorge Maqueda var markahæstur hjá Spánverjum með sjö mörk og Raul Entrerrios skoraði sex. Bjarte Myrhol skoraði tíu fyrir Norðmenn. 

Austurríki og Svíþjóð mætast í hreinum úrslitaleik um þriðja sætið á mótinu á morgun. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert