Atli kemur inn í stað Arnars

Atli Ævar Ingólfsson hefur verið kallaður inn í íslenska landsliðið.
Atli Ævar Ingólfsson hefur verið kallaður inn í íslenska landsliðið. mbl.is/Kristinn Magnússon

Línumaðurinn Atli Ævar Ingólfsson er í íslenska landsliðshópnum í handknattleik sem mætir Tyrkjum í undankeppni EM í Laugardalshöll í dag en það er RÚV sem greinir frá þessu. Atli Ævar kemur inn í hópinn í staðinn fyrir Arnar Frey Arnarsson en ekki liggur fyrir hvort Arnar Freyr sé að glíma við einhvers konar meiðsli.

Atli varð Íslandsmeistari með Selfyssingum í vor og áttu mjög gott tímabil en hann á að baki ellefu landsleiki þar sem hann hefur skorað tíu mörk. Ísland er svo gott sem komið í lokakeppnina sem fer fram í Austurríki, Danmörku og Svíþjóð í janúar á næsta ári.

Leikmannahópur Íslands:

16. Viktor Gísli Hallgrímsson
20. Ágúst Elí Björgvinsson

4. Aron Pálmarsson
8. Bjarki Már Elísson
9. Guðjón Valur Sigurðsson
11. Ýmir Örn Gíslason
13. Ólafur Andrés Guðmundsson
15. Daníel Þór Ingason
17. Arnór Þór Gunnarsson
19. Ólafur Gústafsson
22. Sigvaldi Björn Guðjónsson
24. Haukur Þrastarson
25. Elvar Örn Jónsson
28. Atli Ævar Ingólfsson
31. Teitur Örn Einarsson
33. Janus Daði Smárason

mbl.is