Kristján og Svíþjóð náðu í brons

Kristján Andrésson, þjálfari Svíþjóð.
Kristján Andrésson, þjálfari Svíþjóð. AFP

Kristján Andrésson og lærisveinar hans í sænska landsliðinu í handbolta tryggðu sér brons í EHF-keppni karla í dag. Svíþjóð vann þá nauman 33:32-sigur á Austurríki á heimavelli í hreinum úrslitaleik um þriðja sætið. 

Staðan í hálfleik var 18:15, Svíþjóð í vil og var staðan 33:29 þegar skammt var eftir. Austurríki skoraði þrjú síðustu mörkin, en Svíþjóð hélt út og fagnaði sigri. 

Jim Gottfridsson og Hampus Wanne skoruðu sex mörk fyrir Svíþjóð og Fredric Pettersson gerði fjögur. Nikola Bilyk var langmarkahæstur hjá Austurríki með tíu mörk. 

Spánverjar tryggðu sér sigur á mótinu í gær með sigri á Norðmönnum í úrslitaleik. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert