Myndskeið Alfreð til heiðurs

Alfreð Gíslason í sínum síðasta mótsleik með THW Kiel.
Alfreð Gíslason í sínum síðasta mótsleik með THW Kiel. Ljósmynd/Sascha Klahn

Sjónvarpsrás Evrópska handknattleikssambandsins, EHF tv, hefur birt myndskeið sem búið var til Alfreð Gíslasyni til heiðurs nú þegar hann stendur á tímamótum og hættir félagsliðaþjálfun. 

Tom O´Brannigan bar hitann og þungann af gerð myndskeiðsins en hann hefur lýst handboltaleikjum til enskumælandi landa í mörg ár fyrir EHF tv auk ýmissa annarra starfa í fjölmiðlaheiminum. 

Alfreð lét af störfum hjá THW Kiel á dögunum eftir ellefu ár og tuttugu og tvö ár hjá þýskum atvinnumannaliðum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert