Þessar 24 þjóðir eiga fulltrúa á EM

Teitur Örn Einarsson skýtur að marki Tyrkja í dag.
Teitur Örn Einarsson skýtur að marki Tyrkja í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Undankeppni Evrópumóts karla í handbolta lauk í dag með 16 leikjum. Ísland tryggði sér þátttökurétt á lokamótinu með sannfærandi 32:22-sigri á Tyrklandi og Erlingur Richardsson tryggði Hollendingum sæti á mótinu með 25:21-sigur á Lettlandi. 

Í fyrsta skipti verða 24 lið á lokamóti EM, en þau voru 16 í Króatíu á síðasta ári. Hér að neðan má sjá allar þjóðir sem taka þátt á lokamóti EM í Austurríki, Noregi og Svíþjóð. 

Liðin sem leika á lokamóti EM karla í handbolta 2020:

Austurríki
Bosnía og Hersegóvína
Hvíta-Rússland
Króatía
Tékkland
Danmörk
Spánn
Frakkland
Þýskaland
Ungverjaland
Ísland
Lettland
Norður-Makedónía
Svartfjallaland
Holland
Noregur
Pólland
Portúgal
Rússland
Slóvenía
Serbía
Sviss
Svíþjóð
Úkraína

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert