Barcelona og Kiel berjast um leikmann

Úr leik Íslands og Slóveníu. Blaz Janc mætir hér Gunnari …
Úr leik Íslands og Slóveníu. Blaz Janc mætir hér Gunnari Steini Jónssyni. AFP

Handknattleiksstórveldin Barcelona og Kiel heyja nú harða baráttu um undirskrift slóvenska landsliðsmannsins Blaz Janc.

Janc leikur með pólska meistaraliðinu Kielce og hefur gert í tvö ár, en hann mun yfirgefa herbúðir liðsins næsta sumar þegar samningurinn rennur út. Allt virtist stefna í að hann færi þá til Barcelona og yrði þar samherji Arons Pálmarssonar, en nú hefur Kiel einnig boðið samning og þar gæti hann orðið samherji Gísla Þorgeirs Kristjánssonar.

Barcelona sér Janc sem eftirmann fyrirliðans Victor Tomas sem er kominn á lokasprettinn á sínum ferli. Janc var næstum farinn til Barcelona fyrir tveimur árum, en valdi þá Kielce.

Janc er 22 ára gamall og getur leikið sem hægri skytta eða hægri hornamaður. Hann var í liði Slóveníu sem vann brons á heimsmeistaramótinu í Frakklandi fyrir tveimur árum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert