Aron fær mikla samkeppni hjá Barcelona

Aron Pálmarsson sækir að Luka Cindric á úrslitahelginni í Meistaradeildinni …
Aron Pálmarsson sækir að Luka Cindric á úrslitahelginni í Meistaradeildinni á dögunum. Þeir verða nú samherjar hjá Barcelona. AFP

Spænska meistaraliðið Barcelona í handknattleik, sem Aron Pálmarsson leikur með, hefur styrkt lið sitt vel og krækt í Luka Cindric frá Kielce í Póllandi.

Cindric er leikstjórnandi, líkt og Aron hjá Barcelona, og kaupir spænska félagið hann af pólsku meisturunum. Hann skrifaði undir fjögurra ára samning við Barcelona sem rennur út árið 2023.

Cindric er 25 ára gamall landsliðsmaður Króatíu og vann meðal annars brons með Króötum á EM 2016. Hann varð Evrópumeistari með Vardar árið 2017 og gekk í raðir Kielce fyrir ári síðan. Þá samdi hann til þriggja ára.

Elvar Örn Jónsson og Luka Cindric í leik Íslands og …
Elvar Örn Jónsson og Luka Cindric í leik Íslands og Króatíu á HM í janúar. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert