Sverrir áfram á Selfossi

Sverrir Pálsson hefur framlengt samning sinn við Selfyssinga til næstu …
Sverrir Pálsson hefur framlengt samning sinn við Selfyssinga til næstu tveggja ára. Ljósmynd/Selfoss

Handknattleikskappinn Sverrir Pálsson hefur framlengt samning sinn við Selfoss til næstu tveggja ára en þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem félagið sendi frá sér í dag. Sverrir átti stóran þátt í að koma liðinu upp um deild fyrir þremur árum.

Sverrir er lykilmaður i vörn liðsins en Selfyssingar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik karla í fyrsta sinn í vor eftir sigur gegn Haukum í úrslitaeinvígi, samanlagt 3:1. Grímur Hergeirsson tók við liðinu af Patreki Jóhannessyni á dögunum.

mbl.is