Geir Sveinsson áfram á Akureyri

Geir Sveinsson verður áfram á Akureyri.
Geir Sveinsson verður áfram á Akureyri. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Geir Sveinsson verður áfram þjálfari karlaliðs Þórs (áður Akureyri) í handbolta. Félagið staðfesti þetta á heimasíðu sinni í kvöld.

Geir, sem er fyrrverandi landsliðsþjálfari karla og landsliðsfyrirliði á árum áður, tók við Akureyri af Sverre Jakobssyni um áramótin, en tókst ekki að halda liðinu í deild þeirra bestu. 

Halldór Örn Tryggvason mun þjálfa liðið ásamt Geir. Halldór hefur undanfarin ár þjálfað yngri flokka félagsins. 

Geir stýrði Akureyri í níu leikjum síðasta vetur og náði í þrjá sigra. Liðið endaði hins vegar í ellefta sæti með tólf stig og féll ásamt Gróttu. 

mbl.is