Þetta voru ekki nein svik af minni hálfu

Hannes Jón Jónsson átti að taka við Selfyssingum fyrir næstu …
Hannes Jón Jónsson átti að taka við Selfyssingum fyrir næstu leiktíð en það breyttist í apríl á þessu ári. jósmynd/Handball-Westwien.at

Hannes Jón Jónsson, þjálfari þýska handknattleiksliðsins Bietigheim, segist ekki hafa svikið Selfyssinga eins og Þórir Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar Selfoss, orðaði það í viðtali við mbl.is á dögunum. Í janúar gerði Hannes Jón samning við Selfyssinga um að hann tæki við þjálfun liðsins af Patreki Jóhannessyni í sumar en í apríl rifti Hannes samningi sínum við Selfyssinga og gerði tveggja ára samning við Bietigheim. Undanfarnar vikur hafa Selfyssingar verið í þjálfaraleit sem lauk loksins fyrir helgina þegar Grímur Hergeirsson var ráðinn þjálfari en hann hefur verið aðstoðarþjálfari liðsins undanfarin fjögur ár.

„Í fyrsta lagi óska ég Selfyssingum til hamingju að vera komnir með nýjan þjálfara og að mínu mati er þetta frábær lausn fyrir þá að hafa fengið Grím. Af því að Þórir notaði þetta orðalag að ég hafi svikið Selfoss þá hefur fullt af fólki komið að máli við mig og spurt mig hvort þetta hafi verið eitthvað öðruvísi en það skildi það fyrst. Við gerðum starfslokasamning þar sem báðir aðilar skrifuðu undir og ég lít ekki á þetta sem nein svik af minni hálfu.

Selfoss fær að mínu mati miklu meira en sanngjarnt verð greitt fyrir mig þrátt fyrir að það hafi verið þrír mánuðir þar til ég átti að hefja störf hjá félaginu,“ sagði Hannes Jón í samtali við Morgunblaðið í gær.

„Ég fór þess á leit við Selfyssinga að samningurinn myndi ekki taka gildi. Þeir gengust við því og fengu fyrir það greiðslu. Ef þeir hefðu ekki gengist við þessu þá var ég með samning sem ég hefði uppfyllt. Ég hélt að þetta hefði verið gert í þokkalegri sátt en ég skil alveg að þetta hafi verið högg fyrir þá.“

Greinina í heild sinni má sjá á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert