Heldur uppi lögum og reglu innan og utan vallar

Grímur Hergeirsson handsalar samninginn við Selfyssinga.
Grímur Hergeirsson handsalar samninginn við Selfyssinga. Ljósmynd/Selfoss

„Ég tek við mjög góðu búi, það er ekki hægt að segja annað,“ segir Grímur Hergeirsson í samtali við Morgunblaðið, en hann var á dögunum ráðinn þjálfari karlaliðs Selfoss í handknattleik sem vann sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í vor. Grímur samdi til tveggja ára.

Patrekur Jóhannesson hætti með liðið í vor og tók við Skjern í Danmörku. Hannes Jón Jónsson var búinn að semja við Selfoss, en fékk sig lausan til þess að taka við Bietigheim í Þýskalandi. Síðan heyrðist lítið frá Selfossi þar til Grímur var ráðinn. Hann er bróðir Þóris Hergeirssonar, landsliðsþjálfara kvennaliðs Noregs, og hefur verið aðstoðarþjálfari Selfoss síðastliðin fjögur ár. Á þeim tíma hafa Selfyssingar farið upp úr 1. deild og alla leið að titlinum.

„Ég var beðinn um þetta strax þegar lá fyrir að Patrekur færi. Þá var talað við mig hvort ég væri tilbúinn að taka við. Ég gaf það frá mér þá, en svo þegar var talað við mig aftur núna fyrir nokkrum vikum þá lofaði ég að skoða málið. Svo á endanum náðum við að púsla þessu saman,“ segir Grímur. Hans hægri hönd verður Örn Þrastarson sem mun einnig halda áfram sem þjálfari kvennaliðsins og í akademíu félagsins. Teymið verður allt skipað heimamönnum.

Sjá allt viðtalið við Grím á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert