Orri Freyr með Haukum næstu árin

Orri Freyr Þorkelsson í leik með Haukum gegn Stjörnunni á …
Orri Freyr Þorkelsson í leik með Haukum gegn Stjörnunni á síðustu leiktíð. mbl.is/Árni Sæberg

Hornamaðurinn Orri Freyr Þorkelsson hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Hauka en þetta kemur fram á Facebook-síðu félagsins.

Orri Freyr var öflugur í vinstra horninu hjá Hafnarfjarðarliðinu á síðustu leiktíð. Hann skoraði 79 mörk í 22 leikjum Haukanna í Olís-deildinni og 38 mörk í 12 leikjum Hauka í úrslitakeppninni en Haukar töpuðu í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn gegn Selfyssingum.

mbl.is