Á endanum reyndist fallið vera gott spark í rassinn

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir.
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Handknattleikskonan Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir vildi komast út úr þægindarammanum á Selfossi þegar hún ákvað að söðla um og semja við franska A-deildarliðið Bourg-de-Péage Dróme en hún skrifaði undir samning við liðið síðasta föstudag.

Þessi 24 ára gamla stórskytta hefur verið einn besti leikmaður íslensku úrvalsdeildarinnar undanfarin ár en hún segir að draumurinn hafi allaf verið að spila sem atvinnumaður.

„Þetta er virkilega nýtt fyrir mér auðvitað því ég er búin að spila á Selfossi alla mína ævi. Ég er fyrst og fremst spennt fyrir þessu frábæra tækifæri og tímabilinu sem er fram undan hérna í Frakklandi. Liðið kom saman á föstudaginn síðasta eftir sumarfrí þannig að ég var að hitta alla hjá félaginu þá í fyrsta sinn. Það var tekið mjög vel á móti mér og þetta leggst bara hrikalega vel í mig,“ sagði Hanna sem flaug út til Frakklands á föstudaginn en hún var á leið á sína fyrstu æfingu með franska liðinu þegar Morgunblaðið heyrði í henni.

„Þetta kom upp í byrjun sumars þegar forráðamenn Bourg-de-Péage settu sig fyrst í samband við umboðsmann minn. Eftir það gerðust hlutirnir mjög hratt og að lokum ákvað ég að stökkva á tækifærið að spila í frönsku A-deildinni. Þetta lið á sér ekki langa sögu í efstu deild Frakklands og er tiltölulega nýkomið upp úr B-deildinni. Þær héldu sér uppi í fyrra en að sama skapi eru ákveðnar breytingar í gangi í leikmannahópnum og markmið sumarsins var að styrkja hópinn. Ég er hluti af þessum breytingum hjá liðinu og markmiðið er að gera betur í deildinni í ár en í fyrra.“

Sjá viðtalið í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »