Arnar tekur við þýsku liði

Arnar Gunnarsson.
Arnar Gunnarsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Arnar Gunnarsson hefur verið ráðinn þjálfari þýska handknattleiksliðsins HSG Krefeld og mun stýra liðinu á komandi leiktíð.

Krefeld bar sigur úr býtum í þýsku C-deildinni á síðustu leiktíð og leikur því í næststerkustu deildinni í Þýskalandi á næstu leiktíð.

Arnar var síðast þjálfari karlaliðs Fjölnis. Liðið komust upp í Olísdeildina undir hans stjórn en hann hætti þjálfun þess eftir leiktíðina 2017-18. Hann hefur einnig þjálfað á Akureyri og á Selfossi.

mbl.is