FH-ingar eiga líklega mestu möguleikana

FH-ingar fagna bikarmeistaratitlinum á síðustu leiktíð.
FH-ingar fagna bikarmeistaratitlinum á síðustu leiktíð. mbl.is/Hari

Kvennalið Vals fer til Svíþjóðar, karlalið FH til Belgíu og karlalið Hauka til Tékklands. Það var niðurstaðan úr fyrsta drættinum fyrir Evrópumótin í handknattleik 2019-20 sem fram fór í Vínarborg í gær en liðin leika í 1. umferð mótanna tvær fyrstu helgarnar í september.

Selfyssingar sitja hjá í 1. umferð EHF-bikars karla en mæta Malmö frá Svíþjóð eða Spartak Moskva frá Rússlandi í 2. umferð í október.

Karlalið Vals situr hjá í 2. umferð Áskorendabikarsins og það skýrist í haust hverjum það mætir í 3. umferð sem er leikin í nóvember.

Visé, mótherji FH, er frá 18 þúsund manna samnefndum bæ í austurhluta Belgíu, aðeins 12 kílómetra frá Maastricht í Hollandi. Liðið leikur í BeNe-deildinni, sameiginlegri úrvalsdeild Hollands og Belgíu, og endaði þar í 2. sæti síðasta vetur, en tapaði svo fyrir löndum sínum í Bocholt í úrslitaleik um meistaratitilinn.

Sjá greinina í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »