Fjögurra marka sigur á Argentínu

Jakob Martin Ásgeirsson skoraði eitt mark í dag.
Jakob Martin Ásgeirsson skoraði eitt mark í dag. Ljósmynd/IHF

Íslenska karlalandsliðið í handbolta skipað leikmönnum 21 árs og yngri er með fullt hús stiga á HM í Spáni eftir 26:22-sigur á Argentínu í öðrum leik sínum í dag. Íslenska liðið vann örugan sigur á Síle í fyrsta leik. 

Ísland byrjaði betur og komst í 4:1 og svo 10:5. Staðan í hálfleik var 14:10. Argentína náði að minnka muninn í eitt mark snemma í seinni hálfleik, 15:14, en íslenska liðið var sterkara undir lokin og tryggði sér sigurinn. 

Bjarni Ófeigur Valdimarsson skoraði átta mörk fyrir íslenska liðið, Ásgeir Snær Vignisson gerði fjögur mörk og þeir Orri Freyr Þorkelsson, Hafþór Már Vignisson og Kristófer Andri Daðason skoruðu þrjú mörk hvor. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert