Vörn Serbíu of sterk fyrir Ísland

Berta Rut Harðardóttir var markahæst.
Berta Rut Harðardóttir var markahæst. Ljósmynd/HSÍ

íslenska U19 ára landslið kvenna í handbolta þurfti að sætta sig við annað tap sitt í röð í B-deild Evrópumótsins í Búlgaríu í dag. Íslenska liðið tapaði þá fyrir Serbíu, 14:22. 

Eins og markatalan gefur til kynna átti íslenska liðið erfitt uppdráttar gegn sterkri vörn Serba. Staðan í hálfleik var 10:7, Serbíu í vil. 

Berta Rut Harðardóttir átti góðan leik fyrir íslenska liðið og skoraði fimm mörk, Birta Rún Grétarsdóttir skoraði þrjú og Jónína Hlín Hansdóttir gerði tvö.

Harpa María Friðgeirsdóttir, Embla Jónsdóttir, Katla María Magnúsdóttir og Lena Margrét Valdimarsdóttir skoruðu eitt mörk hver.

Íslenska liðið er í þriðja sæti riðilsins með tvö stig eftir þrjá leiki. Serbía er efst með níu stig, fullt hús stiga. Ísland mætir Bretlandi kl. 14 á morgun í síðasta leik sínum í riðlinum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert