Strákarnir steinlágu gegn Noregi

Orri Freyr Þorkelsson skoraði fjögur mörk fyrir íslenska liðið gegn …
Orri Freyr Þorkelsson skoraði fjögur mörk fyrir íslenska liðið gegn Noregi í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Íslenska karlalandsliðið í handknattleik, skipað leikmönnum 21 árs og yngri, tapaði illa fyrir Noregi í þriðja leik sínum í Pontevedra á HM á Spáni í morgun. Leiknum lauk með tíu marka sigri norska liðsins, 29:19, en þetta var fyrsti tapleikur íslenska liðsins á mótinu.

Norska liðið var mun sterkari aðilinn í leiknum en staðan í hálfleik var 17:11, Noregi í vil. Norðmenn héldu svo áfram að þjarma að íslenska liðinu í síðari hálfleik og unnu að lokum öruggan sigur.

Orri Freyr Þorkelsson var markahæstur í liði Íslands með fjögur mörk og þeir Bjarni Ófeigur Valdimarsson og Elliði Snær Viðarsson skoruðu þrjú mörk hvor. Ísland er í þriðja sæti riðilsins með 4 stig eftir þrjá leiki en næsti leikur liðsins er gegn Dönum á morgun.

mbl.is