Ísland spilar um 5. sætið eftir sigur á Finnum

Leikmannahópur Íslands í Búlgaríu.
Leikmannahópur Íslands í Búlgaríu. Ljósmynd/HSÍ

Ísland hafði betur gegn Finnlandi, 23:19, í B-deild Evrópumeistaramóts U19 ára í handknattleik kvenna í Búlgaríu í morgun.

Lena Margrét Valdimarsdóttir og Birta Rún Grétarsdóttir voru markahæstar í liði Íslands með fimm mörk og þá var Jónína Hlín Hansdóttir valin maður leiksins en hún var drjúg í vörninni. Alexandra Líf Arnarsdóttir skoraði þrjú mörk.

Leikurinn var liður í keppni um 5.-8. sætið og mun því Ísland spila um 5. sætið á morgun kl. 13. Þar verða andstæðingar annað hvort Ísrael eða Grikkland.

mbl.is