Fimmta sæti eftir sigur á Grikkjum

Ísland hafnaði í fimmta sæti.
Ísland hafnaði í fimmta sæti. Ljósmynd/HSÍ

Ísland hafnaði í fimmta sæti í B-deild Evrópumeistaramóts kvenna í handbolta U19 ára í Búlgaríu. Ísland vann 29:22-sigur á Grikklandi í lokaleik sínum á mótinu í dag, en liðið vann Finnland í gær og tryggði sér leikinn um fimmta sætið. 

Grikkland byrjaði betur og komst í 5:3, en þá skoraði íslenska liðið sjö mörk í röð og komst í 10:5. Staðan í hálfleik var 18:12 og hélt íslenska liðið fínni forystu allan seinni hálfleikinn og vann að lokum öruggan sigur. 

Berta Rut Harðardóttir var markahæst í íslenska liðinu með sex mörk, Erna Guðlaug Gunnarsdóttir og Birta Rún Grétarsdóttir skoruðu fjögur og þær Anna Hansdóttir, Katla María Magnúsdóttir og Tinna Sól Björgvinsdóttir skoruðu þrjú mörk hver. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert