Ísland mætir Króatíu í sextán liða úrslitum

Ísland mætir Króatíu í 16-liða úrslitunum.
Ísland mætir Króatíu í 16-liða úrslitunum. Ljósmynd/IHF

Íslenska U21 árs landslið karla í handbolta mætir Króatíu í sextán liða úrslitum heimsmeistaramótsins á Spáni. Þetta varð ljóst eftir 32:30-sigur Króatíu á Portúgal í lokaumferð C-riðils í dag. 

Króatía tryggði sér efsta sæti C-riðils með sigrinum, en Ísland hafnaði í fjórða sæti D-riðils, þrátt fyrir sigra á Danmörku, Síle og Argentínu. Króatía vann alla sína leiki í C-riðlinum. 

Leikur Íslands og Króatíu fer fram kl. 19 að íslenskum tíma næstkomandi miðvikudagsvköld eða kl. 21 að staðartíma. 

mbl.is