Meistararnir fá þann markahæsta frá Gróttu

Magnús Öder Einarsson merktur Selfossi.
Magnús Öder Einarsson merktur Selfossi. Ljósmynd/Selfoss

Íslandsmeistarar Selfoss í handknattleik hafa samið við Magnús Öder Einarsson um að leika með liðinu næstu tvö árin. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Selfyssingum í dag.

Magnús er 22 ára gamall og lék með Selfossi þegar liðið var í 1. deild veturinn 2015-2016 og komst upp í úrvalsdeild. Hann hefur síðan þá leikið með ÍF Mílan, Þrótti R. og nú síðast Gróttu, sem féll úr efstu deild í vor. Þar var hann markahæstur með 85 mörk í 20 leikjum.

„Við bjóðum Magnús Öder hjartanlega velkominn aftur heim í sveitina,“ segir í tilkynningu Selfyssinga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert