Íslensku strákarnir aftur á sigurbraut

Stiven Tobar Valencia var markahæstur í íslenska liðinu.
Stiven Tobar Valencia var markahæstur í íslenska liðinu. Ljósmynd/IHF

Íslenska U19 ára landslið karla í handbolta hafði betur gegn Serbíu á HM í Norður-Makedóníu í dag. Ísland var með 13:9-forystu í hálfleik og vann að lokum 26:22-sigur. 

Sigurinn hefði getað orðið mun stærri, en staðan var 24:14, Íslandi í vil, þegar skammt var eftir. Serbía skoraði átta af síðustu tíu mörkunum og minnkaði muninn. 

Stiven Tobar Valencia var markahæstur í íslenska liðinu með sex mörk. Dagur Gautason skoraði fimm, Eiríkur Guðni Þórarinsson fjögur og Tumi Steinn Rúnarsson skoraði þrjú mörk. Sigurður Dan Óskarsson varði 13 skot í markinu. 

Næsti leikur Íslands er gegn Þýskalandi á mánudaginn kl. 12:30 að íslenskum tíma og er um lokaleik liðsins í riðlakeppninni að ræða. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert