Geir þurfti ekki að hugsa sig tvisvar um

Geir Sveinsson var ráðinn þjálfari þýska 1. deildarliðsins Nordhorn í …
Geir Sveinsson var ráðinn þjálfari þýska 1. deildarliðsins Nordhorn í gær. Ljósmynd/Nordhorn-Lingen

Geir Sveinsson var í gær ráðinn þjálfari þýska efstudeildarliðsins Nordhorn-Lingen og skrifaði hann undir tveggja ára samning við félagið. Geir snýr þar með aftur til starfa í Þýskalandi eftir að hafa þjálfað Magdeburg frá 2014-2015.

Nordhorn er nýliði í þýsku 1. deildinni í ár eftir að hafa hafnað í öðru sæti 2. deildarinnar í fyrra. Tímabilið er þegar hafið hjá liðinu, en það féll úr leik í bikarkeppninni um helgina. Fyrsti leikur í deildinni er svo gegn þeim Arnóri Þór Gunnarssyni og Ragnari Jóhannssyni hjá Bergischer á fimmtudag. Geir fær því ekki mikinn tíma til undirbúnings, en fyrrverandi þjálfari liðsins þurfti að hætta af heilsufarsástæðum á dögunum.

„Ég hikaði ekki í eitt augnablik þegar tilboðið kom að snúa aftur í Bundesliguna, sérstaklega hjá svona flottu félagi, og ég er mjög spenntur að takast á við verkefnið,“ sagði Geir á heimasíðu félagsins. Hann stýrði síðast Akureyri á síðari hluta tímabilsins hér heima í vor og var þar áður landsliðsþjálfari Íslands 2016-2018.

„Geir hefur skilað frábæru verki þar sem hann hefur verið síðustu ár, er mjög fær í samskiptum og hefur jákvæða persónutöfra. Hans sýn á handbolta er einmitt svipuð þeirri sem þetta lið hefur tileinkað sér síðustu ár,“ sagði framkvæmdastjóri félagsins í gær.

Greinina má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »