Ísland á nú 11 fulltrúa í 1. deildinni

Elvar Ásgeirsson mun leika með Stuttgart í þýsku 1. deildinni …
Elvar Ásgeirsson mun leika með Stuttgart í þýsku 1. deildinni í vetur. mbl.is/Hari

Í kvöld hefst nýtt keppnistímabil í þýska handknattleiknum þegar Flensburg og Kiel eigast við í meistarakeppninni. Flensburg varð meistari á síðasta tímabili og THW Kiel varð bikarmeistari.

Gísli Þorgeir Kristjánsson leikur sem kunnugt er með Kiel en nú hafa þau tímamót orðið hjá Kiel að Alfreð Gíslason er hættur þjálfun liðsins og Tékkinn Filip Jicha tekinn við.

Keppni í þýsku bundesligunni hefst annað kvöld og þá verður lið Nordhorn til dæmis í eldlínunni. Nordhorn réði Geir Sveinsson sem þjálfara á mánudaginn en annað kvöld tekur Nordhorn á móti Bergischer með Arnór Þór Gunnarsson og Ragnar Jóhannsson innanborðs. Arnór var geysilega atkvæðamikill á síðasta tímabili og var væntanlega hans besta tímabil á ferlinum. Ragnar er hins vegar nýr leikmaður hjá Bergischer en hann gekk í raðir félagsins í sumar frá Hüttenberg. Þar hafði hann leikið frá árinu 2015.

Geir Sveinsson er eflaust ánægður með að komast aftur í slaginn í sterkustu deild heims, en hann þjálfaði áður Magdeburg. Augljóslega er það þó engin draumastaða fyrir þjálfara að taka við liði þremur dögum fyrir fyrsta leik. Ekki þekkir greinarhöfundur hvernig andrúmsloftið er hjá Nordhorn en Geir hlýtur að fá góðan tíma hjá sínum yfirmönnum til að ná tökum á liðinu. Annað væri ósanngjarnt.

Greinina má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert