Haukar upp úr fallsæti

Ásgeir Þór Ingólfsson, fyrirliði Hauka, sækir að Arnóri Gauta Jónssyni …
Ásgeir Þór Ingólfsson, fyrirliði Hauka, sækir að Arnóri Gauta Jónssyni úr Aftureldingu í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Haukar eru komnir upp úr fallsæti í Inkasso-deild karla í fótbolta eftir 1:1-jafntefli við Aftureldingu í fallbaráttuslag á Ásvöllum í kvöld. 

Spánverjinn David Eugenio kom Aftureldingu yfir strax á annarri mínútu en Aron Freyr Róbertsson jafnaði fyrir Hauka á 23. mínútu og þar við sat. 

Jafnteflið nægði Haukum til að fara upp fyrir Magna og senda Grenivíkurliðið í fallsæti. Afturelding er í 9. sæti með 18 stig, tveimur stigum meira en Haukar og Magni.

Haukar eru með betri markatölu en Magnamenn, en Magni á leik til góða gegn Njarðvík á laugardaginn kemur. Njarðvík rekur lestina með 11 stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert