Áberandi í fyrstu leikjum

Bjarki Már Elísson skoraði sjö mörk fyrir Lemgo í gær.
Bjarki Már Elísson skoraði sjö mörk fyrir Lemgo í gær. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fyrsta umferð á nýrri leiktíð þýsku 1. deildarinnar í handknattleik hófst í gærkvöldi þar sem fjögur Íslendingalið voru í eldlínunni.

Geir Sveinsson, sem ráðinn var þjálfari nýliða Nordhorn í byrjun vikunnar, byrjaði á heimaleik gegn Bergischer. Lærisveinar Geirs héldu í við andstæðinginn í fyrri hálfleik og voru undir með einu marki, 13:12, en bilið jókst í þeim síðari þar sem Bergischer fór að lokum með fimm marka sigur af hólmi, 26:21.

Arnór Þór Gunnarsson var meðal markahæstu leikmanna deildarinnar í fyrra og hann heldur áfram í ár þar sem frá var horfið. Hann skoraði sex mörk fyrir Bergischer í leiknum og var markahæstur. Ragnar Jóhannsson, sem kom til liðsins frá Hüttenberg, var sömuleiðis í eldlínunni með Bergischer en skoraði ekki í fyrsta leik sínum.

Frábær frumraun Bjarka

Ragnar var ekki eini Íslendingurinn sem þreytti frumraun með nýju liði því Bjarki Már Elísson gerði það sömuleiðis með Lemgo þegar liðið heimsótti Wetzlar. Bjarki Már kom frá Füchse Berlín í sumar og hann byrjar vel á nýjum stað, en hann skoraði sjö mörk fyrir Lemgo, sem vann fjögurra marka sigur, 32:28 þrátt fyrir að hafa verið tveimur mörkum undir í hálfleik, 17:15.

Greinina má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert