Kiel í undanúrslit í Sádi-Arabíu

Gísli Þorgeir Kristjánsson er með Kiel í keppninni.
Gísli Þorgeir Kristjánsson er með Kiel í keppninni. AFP

Þýska liðið Kiel er komið í undanúrslit í heimsbikarkeppni félagsliða eftir sigur á Afríkumeisturum Zamalek, 32:28, í átta liða úrslitum keppninnar í dag.

Kiel var sex mörkum yfir í hálfleik, 18:12, en lenti í vandræðum með Afríkumeistarana eftir hlé. Þeir héldu þó út og uppskáru fjögurra marka sigur. Lars Niclas Ekberg og Mykola Bilyk fóru á kostum hjá Kiel með níu mörk hvor, en Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði ekki.

Kiel mætir að öllum líkindum Evrópumeisturum Vardar í undanúrslitum á morgun en síðar í dag kemur í ljós hvort Barcelona, lið Arons Pálmarssonar, komist einnig í undanúrslit. Börsungar mæta Asíumeisturum Al Duhail í átta liða úrslitum í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert