Arnar í þýsku Bundesliguna næsta sumar

Arnar Freyr Arnarsson.
Arnar Freyr Arnarsson. AFP

Arnar Freyr Arnarsson, línumaður landsliðsins í handknattleik, sem gekk í raðir danska úrvalsdeildarliðsins GOG í sumar frá sænska liðinu Kristianstad, mun staldra stutt við hjá GOG.

Vefur TV2 í Danmörku greinir frá því að Arnar Freyr muni ganga í raðir þýska 1. deildar liðsins Melsungen næsta sumar. Forráðamenn GOG vildu ekki tjá sig um málið þegar TV2 reyndi að fá viðbrögð frá þeim.

Arnar Freyr skoraði þrjú mörk úr fjórum skotum þegar GOG tapaði fyrir nýliðum Fredericia 33:30 í fyrstu umferð dönsku úrvalsdeildarinnar um síðustu helgi.

Melsungen er með þrjú stig eftir þrjá leiki í þýsku Bundesligunni og í 9. sæti af 18 liðum í deildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert