Ágúst Elí og félagar fögnuðu sigri í Meistaradeildinni

Ágúst Elí Björgvinsson markvörður Sävehof.
Ágúst Elí Björgvinsson markvörður Sävehof. Ljósmynd/Sävehof.

Markvörðurinn Ágúst Elí Björgvinsson og félagar hans í sænska meistaraliðinu Sävehof hófu riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í handknattleik með útisigri gegn finnska liðinu Cocks í dag 30:25.

Liðin leika í C-riðli Meistaradeildarinnar. Sænsku meistararnir voru skrefinu á undan allan tímann en staðan í hálfleik var 18:13 og mestur var munurinn sjö mörk í seinni hálfleik.

Ágúst Elí er á sínu öðru tímabili með Sävehof en hann kom til liðsins frá FH fyrir síðasta tímabil og á sínu fyrsta ári varð hann sænskur meistari með því.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert