Góður sigur hjá Íslendingaliðinu

Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði tvö af mörkum GOG í kvöld.
Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði tvö af mörkum GOG í kvöld. Ljósmynd/GOG

Íslendingaliðið GOG fagnaði sigri gegn Mors-Thy 29:23 á útivelli í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í kvöld.

Arnar Freyr Arnarsson skoraði þrjú mörk fyrir GOG og Óðinn Ríkharðsson tvö. Viktor Gísli Hallgrímsson er markvörður liðsins og hann átti góðan leik á milli stanganna.

GOG er með tvö stig eftir tvo leiki í deildinni en um helgina mætir liðið sænska liðinu Kristianstad í Meistaradeildinni en með sænska liðinu leika Ólafur Andrés Guðmundsson og Teitur Örn Einarsson.

mbl.is