Andri tekur við kvennaliði ÍBV

Ian Jeffs og Andri Ólafsson ræða málin.
Ian Jeffs og Andri Ólafsson ræða málin. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Andri Ólafsson verður þjálfari kvennaliðs ÍBV í fótbolta á næsta tímabili. Hann tekur við af Jóni Ólafi Daníelssyni sem hefur stýrt liðinu á tímabilinu en þetta kom fram í viðtali við Jón Ólaf hér á mbl.is fyrr í dag.

Andri hefur verið aðstoðarmaður Ian Jeffs hjá karlaliðinu síðan í júlí. 

ÍBV hafði betur gegn Fylki í Pepsi Max-deildinni í dag, 2:0, og tryggði sér í leiðinni sæti í efstu deild að ári, en ÍBV sogaðist í fallbaráttu eftir erfitt gengi síðari hluta sumars. 

Andri er 34 ára gamall og lék hann með ÍBV stærstan hluta ferilsins. Hann lék einnig með Grindavík, KR og KFS. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert