Jafnaði með flautumarki gegn Kiel (myndskeið)

Nikola Bylik að skora eitt af sjö mörkum sínum í …
Nikola Bylik að skora eitt af sjö mörkum sínum í leiknum. Ljósmynd/EHF

Pólska liðið Kielce tryggði sér jafntefli með flautumarki þegar liðin áttust við í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í handknattleik í gær.

Liðin skildu jöfn 30:30 í Sparkassen-Arena í Kiel og tryggði spænski landsliðsmaðurinn Alex Dujshebaev sínum mönnum annað stigið með marki á lokasekúndu leiksins eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði.

Gísli Þorgeir Kristjánsson komst ekki á blað í liði Kiel en markahæstur í þýska liðinu var Nikola Bylik sem skoraði 7 mörk. Í liði Kielce voru Dujshebaev og Kulesh atkvæðamestir með 5 mörk hvor.

mbl.is