ÍR vann á heimavelli meistaranna

Björvin Hólmgeirsson skoraði átta mörk fyrir ÍR.
Björvin Hólmgeirsson skoraði átta mörk fyrir ÍR. mbl.is/Árni Sæberg

ÍR vann óvænt­an 35:28-sig­ur á Íslands­meist­ur­um Sel­foss á úti­velli í 2. um­ferð Olís­deild­ar karla í hand­bolta í Hleðslu­höll­inni á Sel­fossi í kvöld. ÍR er með fjög­ur stig eft­ir tvo leiki og Sel­foss tvö. 

Ríkj­andi Íslands­meist­ar­ar Sel­foss fóru vel af stað í deildinni og unnu FH í fyrsta leik á meðan ÍR hafði bet­ur gegn nýliðum Fjöln­is. Selfyssingar náðu ekki að fylgja þessari góðu byrjun eftir og voru daufir bæði í vörn og sókn og létu baráttuglaða ÍR-inga sigla yfir sig.

ÍR leiddi 15:13 í leikhléi en gestirnir juku forskotið í upphafi seinni hálfleiks og litu aldrei til baka eftir það. Björgvin Hólmgeirsson og Sveinn Andri Sveinsson voru öflugir í sóknarleik ÍR, Björgvin skoraði 8/1 mörk og Sveinn Andri 7. Sigurður Ingberg Ólafsson fór á kostum í marki ÍR og varði 15 skot.

Hjá Selfyssingum var Haukur Þrastarson markahæstur með 7 mörk og Einar Baldvin Baldvinsson varði 13 skot í marki Selfoss.

Selfoss 28:35 ÍR opna loka
60. mín. Hergeir Grímsson (Selfoss) skoraði mark
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert