Stefnan að komast aftur í fremstu röð

Sólveig Lára Kjærnested.
Sólveig Lára Kjærnested. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sólveig Lára Kjærnested, leikmaður Stjörnunnar í handknattleik, er full tilhlökkunar fyrir komandi keppnistímabili í úrvalsdeild kvenna en hún lék ekki með liðinu á síðustu leiktíð þar sem hún var í barneignarleyfi.

Stjarnan missti af sæti í úrslitakeppninni á síðustu leiktíð en liðið hafnaði í sjötta sæti deildarinnar. Liðinu er spáð þriðja sæti í ár af fyrirliðum og þjálfurum deildarinnar.

„Það er bara létt yfir fólki í Garðabænum og léttara en í fyrra myndi ég halda þótt ég hafi reyndar ekki leikið með liðinu á síðustu leiktíð. Ég hef góða tilfinningu fyrir komandi tímabili og við ætlum okkur að koma okkur inn í úrslitakeppnina. Ég get samt alveg viðurkennt að það kom mér aðeins á óvart að hafa verið spáð í þriðja sæti deildarinnar, sérstaklega ef við horfum á gengi liðsins í fyrra. Að sama skapi höfum við mikla trú á okkur og það er gaman að sjá að það eru fleiri sem hafa sömu trú og við því við ætlum okkur að vera að berjast í efri hluta töflunnar.“

Margir reynsluboltar frá síðustu leiktíð eru horfnir á braut og hafa Garðbæingar bætt við ungum og efnilegum leikmönnum í staðinn.

„Við höfum bætt við okkur mjög flottum ungum leikmönnum og svo höfum við líka fengið pólskan markvörð, Klaudiu Powaga, sem lítur mjög vel út. Ég á von á því að hún muni vaxa mikið eftir því sem líður á tímabilið. Við fengum góða sendingu úr Breiðholtinu frá ÍR og þótt þetta séu kannski ekki beint stórstjörnur sem hafa verið að koma eru þetta allt leikmenn sem eru gríðarlega efnilegir og styrkja liðið mikið.“

Morg­un­blaðið tek­ur púls­inn á liðunum í Olís-deild kvenna og í dag er fjallað um lið ÍBV og Stjörn­una

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert