Guðjón Valur í góðum hópi

Guðjón Valur Sigurðsson.
Guðjón Valur Sigurðsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Uwe Gensheimer, leikmaður Rhein Neckar-Löwen, varð á dögunum tíundi leikmaðurinn til skora 2.000 mörk eða fleiri í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik.

Gensheimer sneri aftur til Löwen í sumar eftir að hafa spilað með liði Paris SG frá árinu 2016 en á móti hafði hinn fertugi Guðjón Valur Sigurðsson vistaskipti frá Löwen til Parísarliðsins og er byrjaður að salla inn mörkunum fyrir það.

Gensheimer hefur nú skorað samtal 2006 mörk í þýsku Bundesligunni og er tíundi markahæsti leikmaður deildarinnar frá upphafi. Guðjón Valur er í áttunda sæti en sá markahæsti er S-Kóreumaðurinn Kyung-Shin Yoon.

Tíu markahæstu leikmenn Bundeligunnar frá upphafi eru:

1. Kyung-Shin Yoon – 2905
2. Lars Christiansen – 2875
3. Jochen Fraatz – 2683
4. Holger Glandorf – 2400
5. Martin Schwalb – 2272
6. Christian Schwarzer – 2208
7. Hans Lindberg – 2153
8. Guðjón Valur Sigurðsson – 2108
9. Robert Weber – 2076
10. Uwe Gensheimer – 2006

mbl.is