Íslendingalið í efstu sætunum

Janus Daði Smárason og félagar eru í toppsæti A-riðils.
Janus Daði Smárason og félagar eru í toppsæti A-riðils. mbl.is/Kristinn Magnússon

Íslendingar voru í eldlínunni í Meistaradeild Evrópu í handbolta í dag. Eru Íslendingaliðin áberandi í efstu sætum riðlanna. Í A-riðli eru dönsku meistararnir í Álaborg og Frakklandsmeistarar PSG í tveimur efstu sætunum með fjögur stig. 

Álaborg hafði betur gegn Zagreb frá Króatíu á heimavelli, 30:20. Janus Daði Smárason skoraði tvö mörk fyrir Álaborg en Ómar Ingi Magnússon er frá vegna meiðsla.

PSG hafði betur gegn Pick Szeged á heimavelli, 30:25. Guðjón Valur Sigurðsson komst ekki á blað hjá PSG og Stefán Rafn Sigurmannsson lék ekki með Pick Szeged. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert