Hákon Daði tryggði ÍBV sigurinn með flautumarki

ÍBV og FH mættust í átta liða úrslitum Íslandsmótsins á …
ÍBV og FH mættust í átta liða úrslitum Íslandsmótsins á síðustu leiktíð. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Eyjamenn unnu sterkan 23:22-sigur á FH-ingum þegar liðin mættust í Vestmannaeyjum í kvöld. Hákon Daði Styrmisson skoraði sigurmarkið þegar fjórar sekúndur voru eftir en markverðir liðanna voru báðir frábærir með sautján skot varin hvor.

ÍBV var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og leiddi með einu marki þegar gengið var til búningsherbergja. Markverðir liðanna voru ljósasti punkturinn en þeir voru með 10 og sjö skot varin.

Eyjamenn tóku öll völd á vellinum í upphafi seinni hálfleiks og refsuðu FH-ingum fyrir öll sín mistök. Í stöðunni 20:17 tóku Eyjamenn leikhlé sem hjálpaði FH-ingum heldur betur; þeir gripu tækifærið og komu sér aftur inn í leikinn. Stuttu seinna leiddu þeir með einu marki, 20:21.

Phil Döhler dró tennurnar úr Eyjamönnum og var algjörlega frábær. Eyjamenn komust yfir í 22:21 en gestirnir gáfust aldrei upp. Hákon Daði Styrmisson skoraði síðan sigurmarkið fjórum sekúndum fyrir leikslok.

ÍBV er því með fullt hús stiga en FH-ingar með tvö stig eftir fyrstu þrjá leikina.

ÍBV 23:22 FH opna loka
60. mín. Eyþór Örn Ólafsson (FH) skýtur framhjá
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert