ÍR með fullt hús eftir sigur á nýliðunum

ÍR er með fullt hús stiga eftir 27:25-sigur á stigalausum nýliðum HK á heimavelli í 3. umferð Olísdeildar karla í handbolta í kvöld. 

ÍR byrjaði betur og náði þriggja marka forskoti um miðjan fyrri hálfleik, 7:4. Þá tók Elías Már Halldórsson, þjálfari HK, leikhlé og voru HK-ingar eldsnöggir að jafna í 7:7.

Eftir það var jafnt á nánast öllum tölum og munaði einu marki í hálfleik, 14:13, ÍR í vil. Fyrri hálfleikurinn var hraður og mjög skemmtilegur. Sveinn Andri Sveinsson var í miklu stuði hjá ÍR og skoraði sex mörk og Blær Hinriksson skoraði fjögur fyrir HK. 

Jafnræðið hélt áfram framan af seinni hálfleik og var staðan 17:17 eftir tæpar tíu mínútur. Þá skoruðu ÍR-ingar þrjú af næstu fjórum mörkum og komust þremur mörkum yfir á ný, 21:18. HK náði ekki að jafna eftir það og ÍR fagnaði sigri í sínum fyrsta heimaleik. 

Sveinn Andri Sveinsson og Hafþór Vignisson voru markahæstir hjá ÍR með sex mörk og Blær Hinriksson skoraði níu fyrir HK. 

ÍR 27:25 HK opna loka
60. mín. Óðinn Sigurðsson (ÍR) varði skot Kórónar góðan leik sinn.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert